Mig langaði bara að vekja athygli á einu mikilvægu

Sem stendur er verið að byggja við skólann okkar FÁ. Það hefur í för með sér að hlið er sett fyrir inngöngu skólans sem er auðvitað ekki í  frásögur færandi nema að það eru MARGIR fatlaðir við skólann. Hvernig haldið þið að þessir einstaklingar sem eru margir hverjir í hjólastólum eigi að komast að bílum sem sækja þá í skólann fyrir hliðinu? Að vísu er búið að láta nokkra bílstjóra fá lykla að hliðinu en það er alls ekki nóg. Þess vegna spyr ég (ég nota sjálf ferðaþjónustu fatlaðra) AF HVERJU ERUM VIÐ FATLAÐA FÓLKIÐ MINNA METIN Í SAMFÉLAGINU???? Við erum alveg eins og hinir .... við erum bara hindruð í sumu sem þessir svokölluðu ,,heilbrigðu" geta. Í raun er enginn heilbrigður. Málið er bara að ALLIR  hafa eitthvað .... Það skiptir ekki máli hvað ... Allir eru einhvernveginn hindraðir. t.d sjón heyrn , tal, geð. nefndu það bara. Það þarf eitthvað að gera í þessu með þetta hlið .. Margir nemendurnir eru í hjólastólum og geta ekki stýrt þeim sjálfir... hvað er eiginlega að gerast ...  ég hélt í alvöru að fólk gerði ráð fyrir þessu (Hallóóó!!!! Þetta er skóli.. ekki líkamsræktarstöð!!!!!) Mig hefur lengi langað að vita svarið við spurningunni: Hvað hefur fólk á móti fötluðum? T.d sá ég einn þátt um daginn þar sem fatlaður íslenskur maður var í bænum að versla. Hann þurfti að fara inn í búð sem var með dálítið háum þröskuld. En hann komst ekki inn vegna hæðar þröskuldsins og eigandinn hafði ekki gert ráð fyrir að fatlaðir kæmu hugsanlega inn í búðina og því ekki sett svona rampa fyrir hjólastólaShocking Einhvernveginn er mér ómögulegt að skilja þetta. Síðan var það með þatta hlið... Það er ekki að gera sitt nema að einu leyti. FYRIRBYGGJA INNGÖNGU FATLAÐRA NEMENDA Í SKÓLANN!!! Og í rauninni er það næstum bara að gera ógagn :/ Skólayfirvöld ,,gleyma" að gera ráð fyrir svona hlutum. Og SUNDHÖLLIN!!! Ég æfði þar einu sinni sund og vinir mínir sem voru margir hverjir ógangfærir þurftu að komast upp á aðra hæð. En þarna er bara brattur stigi... Foreldrar þessara krakka þurftu bókstaflega að BERA  þau upp þennan stiga. Mér finnst þetta ekki ganga svona. Og eins með búningsklefana.... enginn hjálpar þeim. Þau þurfa kannski hjálp við ýmislegt sem aðrir geta léttilega en ENGINN er þarna til að hjálpa þeim nema að foreldrar komi með þeim og eins og þið vitið vinnur fullorðna fólkið mikið og hefur kannski ekki alltaf tíma. Það eru þarna verðir við laugina sem ættu nú að hafa vitglóru í kollinum og a.m.k reyna að gera eitthvað til að hjálpa:) Það gengur ekki öðruvísi. Í FÁ er mjög gott kerfi fyrir fatlaða og vil ég hér með hrósa öllu starfsfólki og nemendum skólans. Eina vandamálið er þetta ***** hlið sem tefur fyrir bílstjórum leigubílanna.

Jæja ég vildi bara vekja athygli á þessu og vona að þetta veki fólk til umhugsunar. Samfélagið verður að gera eitthvað í þessu ;)

 

Bless ekkert stress

 

 

Dabba

 

 

 

bless

Dabba


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er alveg sammála því að það sé slappt að skólinn hafi ekki hugsað út í bílana fyrir fatlaða fólkið þegar það kom að þessu hliði en það er víst ekki alltaf hægt að muna eftir öllu. Get vel skilið að þetta fari í taugarnar á fólki en það er nú mikið að gerast í kringum skólann. Ættum aðeins að gefa þeim smá skilning. Þeir eru ekki viljandi að hindra göngu krakkanna í skólann þetta voru smá mistök eins og allir gera.

Þetta með búðirnar og sundlaugarnar og það er líka ansi leiðinlegt að heyra... það er margt sem má bæta í samfelaginu, það er alveg greinilegt.  Smátt og smátt kemur þetta vonandi :)

Melkorka (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband